143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[19:08]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það kemur fram í athugasemdum með þessu frumvarpi að um 40 þús. heimili hafi farið greiðslujöfnunarleiðina, um 60% heimila. Samkvæmt frumvarpinu munu fjárhæðirnar fara fyrst þangað. Greiðslujöfnunin var náttúrlega til að jafna greiðslubyrðina og ef það á að byrja á að borga á þeim endanum mun það ekki hafa áhrif á fjárhag heimilanna í nútímanum. Og í frumvarpinu stendur, með leyfi forseta:

„Líklega eru því áhrif lækkaðrar greiðslubyrði á aukna einkaneyslu ofmetin, a.m.k. í greiningu Seðlabankans.“

Þetta segir um þá leið að fara á hinn endann og taka niður greiðslujöfnunarhlutann.

Ég spyr hvort hv. þingmaður telji réttlætinu (Forseti hringir.) margumtalaða fullnægt með þessu frumvarpi.