143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[19:09]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi vonbrigðin fyrst, ef raunin er að fólk upplifir ekki að mánaðarleg greiðslubyrði þess minnki held ég að við munum sjá það í áframhaldandi fylgishruni stjórnarflokkanna. Fólk verður fyrir vonbrigðum ef sú er raunin.

Ætli Framsókn sé ekki komin nálægt kjörfylgi sínu? Ég held að hún hrynji ekkert endilega meira, en Sjálfstæðisflokkurinn getur dottið enn lengra niður.

Varðandi það hvort réttlætinu sé fullnægt með þessu frumvarpi veit ég hreinlega ekki. Ég get ekki tekið afstöðu til þess hvort réttlætinu sé fullnægt. Það er verið að leiðrétta verðbólguskot hjá ákveðnum hópi sem var með verðtryggð húsnæðislán. Margir aðrir lentu í þessum forsendubresti. Ef það er réttlætingin er mjög tvísýnt um að því réttlæti sé fullnægt.