143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[20:15]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég greiddi atkvæði með frumvarpi um að skattleggja bankana. Ég gerði það ekkert endilega til að refsa þeim eða eitthvað slíkt heldur er þarna ákveðin tekjulind sem hægt er að ná í. Ég vildi gjarnan sjá þetta notað, eins og ég gat um í ræðu minni, fyrst og fremst til að lækka skuldir ríkissjóðs og síðan til að lækka eitthvað af þeim sköttum sem undanfarið hafa verið hækkaðir úr hófi.