143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[21:28]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst það í sjálfu sér mikið fagnaðarefni að verið sé að vinna að heildstæðum leiðum í húsnæðismálum en ég held að í því samhengi sé líka samt ágætt að hafa í huga að það eru nú þegar til ákveðin úrræði sem eru frekar eins og Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins, sem eru mjög stór og mjög virk á leigumarkaði. Þess vegna held ég að það þurfi ekki alltaf að finna upp hjólið heldur megi líka skoða það hvernig styrkja megi þau úrræði sem eru nú þegar til staðar í stað þess að finna upp eitthvað nýtt bara til að finna upp eitthvað nýtt (ELÁ: Ætti þá ekki líka að vera búið að finna út, horfa … inn í samfélagið …) og þá fylgi fjármagn vonandi með.