143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[21:32]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú er ég ekki alveg viss um að ég hafi náð rétt spurningunni sem hv. þingmaður beindi til mín, (Gripið fram í.) hún varðaði hugmyndafræðilegar áherslur mínar, er það rétt skilið? (WÞÞ: Rétt.) Í stuttu máli og mjög grófum dráttum held ég að segja megi sem svo að við eigum að nota samneyslu okkar öllum í samfélaginu til góða en þar þurfum við sérstaklega að horfa til þeirra sem hafa lágar tekjur og hafa litla peninga sér og sínum til framfærslu. Um leið og við hugsum um samfélagið allt þurfum við sérstaklega að gæta að kjörum og hagsmunum þessara hópa.