143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[21:51]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka svarið.

Ég verð að viðurkenna að ég hef kannski ekki alveg jafn mikla trú á því að það takist að skila hallalausum fjárlögum. Ég hef hérna að gamni lofað hv. fjármálaráðherra þessum eitt hundrað þúsund milljörðum dollara, á bak við að vísu, en upphæðin er þetta þó, ef þeim tekst að skila hallalausum fjárlögum þó með þeim fyrirvara að ég tem mér ekki að hvetja fólk til verka sem ég tel ekki endilega til góðs, látum það liggja milli hluta.

Til að setja hlutina í samhengi erum við að borga núna um 75–90 milljarða kr. í vexti, bara í vexti. Þetta frumvarp fjallar um álíka tölur. Það er það sem við eyðum á ári. Það er einn Landspítali sisvona.

Ég skil svar hv. þingmanns, en ég verð að spyrja aftur til að hafa það skýrt upp á forgangsröðun: Er ekki nær að við notum þessa 80 milljarða, eða þá 70 milljarða með hinu frumvarpinu sem við ræddum fyrir helgi, að við látum þær upphæðir (Forseti hringir.) í skuldir ríkissjóðs, í vaxtagreiðslur?