143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[21:57]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og ég sagði áðan erum við með hið svokallaða Hagstofufrumvarp sem nú er orðið að lögum. Það gefur Hagstofu Íslands heimild til að keyra ákveðinn gagnagrunn með ákvæðum er varða persónuvernd sem mun sýna okkur það svart á hvítu hvort einhverjir hópar verða út undan eða ekki. Það er mjög mikilvægt að við getum séð það. Þá verður bara að taka ákvörðun, eftir því hvernig það kemur út, um hvað verði gert í þeim málum. Á 60% heimila sem þessi aðgerð nær til er fólk með 670.000 kr. í heildartekjur á mánuði, ef um er að ræða hjón eru það um 330.000 hjá hvoru. Ég tel það ekki vera hátekjufólk heldur meðaltekjur. Ég vildi bara endurtaka að það er mjög mikilvægt að við sjáum hvað Hagstofufrumvarpið hefur fram að færa.