143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[16:12]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hef bara verið svona óskýr í ræðu minni áðan og bið hv. þingmann og aðra innilega afsökunar á því. Já, ég er fullmeðvituð um að þetta er greiðsla sem fer beint inn á höfuðstólinn. Það er kannski ljósi punkturinn í þessu, eins og fram kom í umræðum áðan þá hefði verið ábyggilegra að setja það beint inn á höfuðstólinn þegar sérstöku vaxtabæturnar voru greiddar út í fyrra eða hvenær það var, þannig að ég vissi nú alveg af því.

Er 20 milljarða kr. svigrúm til að greiða niður skuldir heimilanna? Ja, ef skuldir ríkissjóðs eru greiddar niður þá hjálpar það öllum heimilum í landinu. (FSigurj: Skattgreiðendum.) Já, skattgreiðendum, við erum það flest, meira að segja öryrkjar greiða margir hverjir einhvern skatt. Er það ekki rétt? (Gripið fram í.)Nei, ég segi það, það er svoleiðis, já.

Mitt val væri það að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Ég tel að það sé forgangsverkefni í efnahagsstjórn að ná niður skuldum ríkissjóðs og síðan, ef við eigum einhvern afgang, ef eitthvað er til eigum við beina sjónum okkar að hópum sem eiga meira í vök að verjast en aðrir. Það kemur reyndar fram hérna. Hér segir að 60% af umfangi leiðréttingar fari til þeirra sem eru með árstekjur undir 8 (Forseti hringir.) millj. kr. Það þýðir að 40% fara til heimila sem eru með tekjur yfir 8 millj. kr. á ári. (Forseti hringir.) Það er hin hliðin á þeim peningi.