143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[18:12]
Horfa

Margrét Gauja Magnúsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að það séu í rauninni bara þrjár aðferðir sem koma til greina. Það er að skerða þjónustu, hækka gjöld eða útsvar enn frekar — ég tel það samt hæpið hjá flestum sveitarfélögum þar sem þau eru nú þegar með það í botni — eða hækka fasteignagjöld. Einhvern veginn þarf að koma til móts við þennan tekjumissi og það eru bara þessar þrjár leiðir í boði.