143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[18:12]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er athyglisvert ef við skoðum hvaða leiðir hv. þingmaður nefndi sem sveitarfélögin hafa, þ.e. hækkun á fasteignagjöldum, niðurskurð í þjónustu. Er ekki líklegt að mati þingmannsins að þær breytingar, ef af yrði, kæmu einmitt verst niður á þeim fjölskyldum sem fyrir eru í mestum vanda? Á hvaða vegferð erum við þá?

Væri fjármununum, þessum 32 milljörðum eða hvað það er, sem fara til þeirra sem eru með 8 milljónir í fjölskyldutekjur eða meira á ári, kannski betur varið í það að hjálpa sveitarfélögunum við að styrkja félagslega íbúðakerfið, styðja við bakið á leigjendum o.s.frv.?