143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[18:18]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Margréti Gauju Magnúsdóttur fyrir ágæta ræðu. Hún talaði um að hún hafi upplifað forsendubrest um hver mánaðamót. Ég segi á móti: Það er að sjálfsögðu gamla verðtryggingin sem hækkaði lánin hjá henni, ef hún fékk tilfinningu fyrir forsendubresti. En ef við leiðréttum lánin hjá henni, það sem er umfram 4,8%, er það þá ekki forsendubrestur? Er það ekki réttlætanlegt að leiðrétta hjá heimilum landsmanna? Hvað gerum við betra við fjármunina en að laga hag heimilanna? Hvað er (Forseti hringir.) dýrmætara fyrir sveitarfélögin en hagur heimilanna, ég spyr?