143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[18:19]
Horfa

Margrét Gauja Magnúsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel nefnilega að þessi leið gæti verið í rauninni vítahringur fyrir ákveðinn hóp. Hér var sagt áðan að greiðslubyrði heimilanna gæti lækkað um allt að 13 þús. kr. á mánuði. Það eru fjölskyldur í landinu, sem eiga kannski tvö, þrjú börn, með greiðslubyrði af þeirri grunnþjónustu sem þær þiggja hjá sveitarfélögunum upp á kannski um 80–100 þús. kr. á mánuði. 13 þús. kr. munu ekki duga langt ef sveitarfélögin þurfa síðan að fara í að hækka fasteignagjöld eða að hækka gjöld á grunnþjónustu. Þá spyr ég: Til hvers var af stað farið?