143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[18:20]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við getum alltaf deilt um hvort við hefðum ekki átt að hjálpa einhverjum öðrum, gert eitthvað annað. Ég spyr: Hvað er hægt að finna að svona almennri aðgerð sem kemur til góða fyrir 80% af heimilum landsmanna? Við settum um 200 milljarða í að bjarga fjármagnseigendum, hvaðan var það tekið? Var það ekki bara tekið úr sama sjóði, var það allt í lagi, peningabréfasjóði? Það fóru, hvað? — 150 milljarðar í það.

Fyrir utan réttlætinguna í þessu, sumir eru búnir að fá leiðrétt erlend lán á húsnæðisbréfum sínum á meðan aðrar fjölskyldur fá (Forseti hringir.) enga leiðréttingu. Er þetta ekki líka spurning um sanngirni?