143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[18:22]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Margréti Gauju Magnúsdóttur fyrir ágæta ræðu.

Eitt og annað truflaði mig. Í fyrsta lagi: Eiga sveitarfélögin útsvar og aðrar tekjur um alla framtíð? Er þá búið að skilgreina það þannig að þau eigi þann hlut í tekjum almennings?

Síðan sagði hv. þingmaður að ef aumingja sveitarfélögin lentu í þessum bágindum þyrftu þau að skerða þjónustu eða hækka gjöld og skatta. Þá er spurningin: Er ekkert til sem heitir betri rekstur hjá sveitarfélögunum?