143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[19:21]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir fyrirspurnina. Ég ætla að segja það aftur: Það er mjög einfaldur reikningur sem birtist í þessu frumvarpi því niðurfærslurnar eru hlutfall af skuldum. Það getur verið eins og ég fór yfir áðan að þeir sem hafa hærri tekjur séu með hærri skuldbindingar, búi í rýmra húsnæði og annað. Hér er spurt hvort ég óttist ekki að þetta fé renni ekki til þeirra sem þurfa á því að halda. Þetta er í réttu hlutfalli við það sem gerðist hér á haustdögum 2008, hlutfallsreikningurinn hækkar sig upp.

Hér fékk ég spurningu um hvort þeir tekjuhæstu fái ekki fulla greiðslu upp á 4 milljónir vegna þess að þeim hefur ekki verið hjálpað áður. Það má vel vera í ýmsum tilfellum að svo sé, en þá vil ég líka minna á það að þeir sem kannski geta staðið í skilum, búa við skert lífskjör vegna hækkandi vöruverðs, tölum ekki um vegna hækkandi lána, þurfa (Forseti hringir.) akkúrat á þessu fé að halda og eru búnir að þreyja (Forseti hringir.) þorrann allan þennan tíma.