143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[19:27]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Það sem ég spurði um varðandi verðtrygginguna kom fram í hóp sem vann að tillögum um afnám verðtryggingar.

Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hann telji að það sé meiri hluti í nefndinni sem fjallar um þetta frumvarp fyrir því að klára þetta mál eða hvort þingmaðurinn telji að það sé möguleiki á að því verði eitthvað breytt í efnahags- og viðskiptanefnd. Komið hefur í ljós að varaformaður nefndarinnar, hv. þm. Pétur H. Blöndal, og meðlimur annars stjórnarflokksins, hv. þm. Vilhjálmur Bjarnason, eru ekki hlynntir þessu frumvarpi. Telur þingmaðurinn að það geti haft veruleg áhrif á það hvernig lokaniðurstaðan verði í málinu?