143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[21:16]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Nei, við velkjumst ekkert í vafa um það en ég geri ráð fyrir að við megum hafa okkar skoðanir á því hvort þetta sé réttlát og sanngjörn leið til að fara með skattpeninga og ríkisfé. Ég geri ráð fyrir að við megum það þó að kosningar hafi farið einhvern veginn einhvern tímann.

Hv. þingmaður sagði að þetta væri skjót, skilvirk og gegnsæ leið. Mig langar að biðja þingmanninn að segja mér hvernig hún kemst að þeirri niðurstöðu. Við höfum líka verið að ræða það hér í dag að við sjáum ekki betur en að í fyrsta lagi í október komi í ljós hversu mikið hver á að fá. Það getur jafnvel tekið þrjá mánuði í viðbót við það að greiða út.

Framsóknarmenn lofuðu því líka að fólk fyndi fyrir þessu strax (Forseti hringir.) eftir kosningar. Það er svolítið (Forseti hringir.) liðið frá kosningum, er það ekki rétt, hv. þingmaður?