143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[21:58]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir skeleggt svar og skýrt. Ég vil halda því til haga að heildarumfang aðgerðanna, svo að ég spyrði þessar tvær aðgerðir saman, er 150 milljarðar. Vissulega eru eignir vogunarsjóðanna hærri og nálægt 300 milljörðum, sem hv. þingmaður nefndi hér áðan, en ég held að við deilum skoðunum. Í stjórnarsáttmála segir að æskilegt sé, samhliða þessum aðgerðum, að afnema verðtryggingu. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort það sé hans skoðun að fara eigi í að afnema verðtryggingu samhliða þessum aðgerðum.