143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[22:27]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Brauðmolakenningin hefur nú verið afsönnuð, það vitum við. Nei, ég er ekki hlynnt þeirri sjálfsblekkingu eða allsherjarblekkingu. Ég hefði gjarnan viljað sjá að við hefðum getað náð þessu bæði 2009 og núna af hinum svokölluðu hrægömmum. Voru ekki einhverjir hv. þingmenn sem töluðu um alls konar sleggjur? Það átti að vera töff aðgerð að ná peningunum af hrægömmunum. Ég sé það ekki í hendi mér en kannski getur einhver stjórnarliða útskýrt fyrir mér hvernig það á að spilast út. Ég væri mjög sátt við það ef við næðum þessum aurum af hrægömmunum, virkilega, en ég er enn að bíða eftir að heyra hvernig á að gera það. Ég veit að þeir eru mjög þolinmóðir og þetta eru bara smápeningar í þeirra augum.