143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[22:28]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þingmaðurinn ræddi áðan og fannst það sæta furðu að hvorki hæstv. fjármálaráðherra né hæstv. forsætisráðherra sæju ástæðu til að sitja umræðuna eða taka þátt í henni með þingmönnum. Ég deili þeirri skoðun með þingmanninum að það er að mörgu leyti óþægilegt að geta ekki innt hæstv. ráðherra eftir svörum um þessi mál þar sem þeir virðast, alla vega í mínum huga, vera þeir einu sem skilja almennilega hvað er um að vera hérna. Ekki hefur mér sýnst á tilsvörum og ræðum hv. stjórnarþingmanna að þeir skilji þetta fullkomlega, en látum það liggja á milli hluta.

Hverju telur þingmaðurinn það sæta að þingmenn Sjálfstæðisflokksins skuli vera fjarverandi við umræðuna?