143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[23:24]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið.

Mig langar að koma aðeins inn á það sem hv. þingmaður nefndi síðast, þ.e. að það verður ekki öllum bjargað. Það er alveg rétt og það er miður, það er aldrei þannig. En þá vil ég beina þessari spurningu til þingmannsins: Ef það er þannig og við sættumst á að líklega er ekki hægt að hjálpa öllum væri þá réttlætanlegt að mati þingmannsins að taka út fyrir sviga einhvern hóp af hæst launaða fólkinu og eignamesta fólkinu, sem þetta frumvarp mun að sönnu ná til, og velja frekar að bjarga einhverjum í þeim hópum sem þingmaðurinn segir að verði mjög erfitt að bjarga og sé ekki tímabært að hjálpa núna?