143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[23:25]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég sagði að vísu ekki að það væri ekki tímabært að hjálpa þessu fólki. Ég sagði hins vegar að sú aðgerð sem hér er undir væri hugsuð til handa þeim sem ekki hafa fengið nein úrræði áður. Það hefur komið fram.

Eins og ég sagði líka áðan er það þannig, mikil ósköp, að sumir sem fengu einhverja úrlausn í tíð fyrri stjórnar, þeim hefur því miður ekki dugað hún. Það er nákvæmlega eins og hér, þessi tvö frumvörp bjarga ekki öllum. Og ég ítreka enn, af því að það var talað um hátekjufólk og stóreignafólk: 60% þessara aðgerða koma til góða fólki sem er með undir 8 millj. kr. í heimilistekjur á ári. Og það er, hæstv. forseti, í mínum huga ekki hátekjufólk.