143. löggjafarþing — 93. fundur,  9. apr. 2014.

hvalveiðar.

541. mál
[16:51]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Það er þetta með þennan menntaða Breta sem finnst veiðiaðferðirnar, þessi hámenntaði Breti, fyrirgefðu, hann var hámenntaður, sem finnst veiðarnar svo ómannúðlegar. Það á ekkert annað við um veiðar á hval en veiðar á villtum dýrum almennt. Það er engin önnur lögmál í gangi þar en annars staðar, hvort sem það heita hreindýr eða villisvín í Þýskalandi eða dýr merkurinnar sem við veiðum okkur til matar.

Virðulegi forseti. Hversu mikinn tíma hef ég?

(Forseti (ValG): Eina mínútu.)

Ég var ekki í andsvari.

(Forseti (ValG): Nei.)

Allt í lagi.

Ég vil segja út af þeim hagsmunum sem er verið að tala um, meiri hagsmunum fyrir minni og ferðaþjónustuna og þaulreynda sjófarendur sem sjá ekki hvali, að það er þannig í Faxaflóa að hvalir hafa horfið á braut vegna breytinga í hafinu kringum landið. (Forseti hringir.) Það er bara svoleiðis. Það er miklu minna um hval í Faxaflóa og það hefur ekkert með veiðarnar að gera. Þetta er viðurkennt (Forseti hringir.) af okkar helstu vísindamönnum á þessu sviði, hvalurinn hefur fært sig til. Það er líka viðurkennt að hvalastofnarnir (Forseti hringir.) eru enn mjög sterkir og þola algjörlega þessar veiðar. (Forseti hringir.) (Forseti hringir.) Ég bið fólk um að (Forseti hringir.) (Forseti hringir.) (Forseti hringir.) skoða þetta í stóra samhenginu.