143. löggjafarþing — 94. fundur,  9. apr. 2014.

fjögurra ára samgönguáætlun 2013--2016.

495. mál
[20:47]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég vil inna hann áfram eftir leiðinni með fyrsta áfanga Sundabrautar. Hann nefnir það hvar hún kemur inn í Grafarvoginn, í Hamrahverfið, þar sem hann þekkir auðvitað ákaflega vel til. En það hafa ýmsar aðferðir verið skoðaðar við að þvera, bæði jarðgöng, botngöng, já og nánast flugbrú, botnanlega brú, eða brýr með miklum fyllingum innar í Elliðavoginum o.s.frv. Ég vil spyrja hvort þingmaðurinn hefur á þessari stundu sjónarmið um hver af þeim þverunum væri fýsilegust.

Ég vil síðan spyrja hvort þingmaðurinn hafi eitthvað kannað það, svona eftir að við hættum í borgarstjórn a.m.k., hvað mætti ímynda sér að veggjald fyrir að fara um slíka tengingu yfir í Grafarvoginn gæti orðið fyrir hvern bíl, hvað það gætu verið margir bílar á sólarhring að fara þarna um.