143. löggjafarþing — 94. fundur,  9. apr. 2014.

fjögurra ára samgönguáætlun 2013--2016.

495. mál
[22:21]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina.

Fyrir mér skiptir ekki máli hvort þetta heitir vegáætlun eða eitthvað annað, þetta er ríkissjóður. Hvort þetta heitir útgjöld úr vegáætlun eða á ábyrgð ríkissjóðs þá finnst mér það eiginlega vera nokkurn veginn það sama. Ábyrgðin er á ríkissjóði svo að það komi nú fram. Þetta truflar allt, þetta er sami sjóðurinn.

Varðandi Húsavíkurhöfn og aðstöðuna þar þá get ég alveg tekið undir að þetta sé arðbært verkefni. En það er nánast sama hvar við berum niður, þetta eru allt saman arðbær verkefni. Ef við ættum fullar hendur fjár þá gætum við víða unnið svona arðbær verkefni, við finnum þau víða. En til þess þurfum við afl, og ég hefði haldið að enginn ætti að þekkja það betur en hv. fyrirspyrjandi hvernig staðan er á ríkissjóði í dag.