143. löggjafarþing — 94. fundur,  9. apr. 2014.

fjögurra ára samgönguáætlun 2013--2016.

495. mál
[22:37]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svörin. Þriðja spurningin sneri að almenningssamgöngunum og hvernig við þróum það verkefni best áfram.

Síðan langar mig að koma með eina spurningu í viðbót, hvort þingmaðurinn telji að það fjármagn sem ætlað er til rannsókna vegna ganga til Seyðisfjarðar sé nægjanlegt til að tryggt verði að sem fyrst liggi fyrir nauðsynlegar upplýsingar til að mögulegt sé að taka ákvarðanir um framkvæmdir við göngin.