143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

flýtimeðferð í skuldamálum.

[10:45]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég endurtek það sem ég sagði áðan: Ég tel að það væri einfaldlega ekki viðeigandi fyrir mig sem ráðherra. Ég vil líka árétta að ég treysti íslenskum dómstólum. Íslenskir dómstólar hafa ítrekað sýnt það frá því eftir hrun að þeir standa svo sannarlega undir þeim málaþunga, þeim flóknu og erfiðu málum sem þeir hafa fengist við. Íslenskir neytendur hafa jafnvel í einhverjum tilvikum fyrst og fremst fengið réttlæti fyrir íslenskum dómstólum. Ég treysti íslenskum dómstólum virkilega í þessu máli. (Gripið fram í.) Stjórnvöld hafa þegar gefið heimild til að tryggja flýtimeðferð í þeim málum ef þau telja það viðeigandi. Ég endurtek það sem ég sagði: Ég tel það einfaldlega ekki viðeigandi, en ég legg áherslu þá afstöðu mína að mikilvægt sé að fá efnislega afstöðu í þessu máli.