143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

mengun frá Hellisheiðarvirkjun.

[10:59]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Virðulegi forseti. Sem betur fer er Orkuveitan byrjuð að vinna að því að draga úr mengun og fyrirtækið hefur áætlanir um að gera það á næstu missirum. Þær fyrirætlanir sem Orkuveitan hefur eru hins vegar að draga úr mengun um um það bil 15% á þessu ári og því næsta og miðað við þá mengun sem er nú þegar í Lækjarbotnum er alveg ljóst að það mun tæplega duga.

Hæstv. ráðherra kom inn á að ekki væri nægilega mikið vitað um heilsufarsáhrif af brennisteinsvetni. Það er alveg rétt. En við skulum ekki gleyma því, hv. þingmenn, að sagan geymir ótal tilvik þar sem menn hafa ekki vitað almennilega hvað bjó undir, menn hafa ekki vitað hver heilsufarsvandinn gæti orðið síðar. Stundum hefur hann komið fram tugum ára síðar og við skulum muna að helstu þolendurnir í þessu máli eru börn.