143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

skýrsla rannsóknarnefndar um fall sparisjóðanna.

[13:32]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Fyrir stundu barst forseta Alþingis skýrsla rannsóknarnefndar um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna. Af því tilefni ritaði forseti Alþingis svofellt bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar:

„Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd,

Birgitta Jónsdóttir, 2. varaformaður.

Reykjavík, 10. apríl 2014.

Nefnd um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna sem til var stofnað í kjölfar þingsályktunar Alþingis 10. júní 2011 hefur lokið störfum sínum og afhent forseta Alþingis skýrslu nefndarinnar.

Eins og 13. gr. laga um rannsóknarnefndir kveður á um ber stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að taka skýrsluna til umfjöllunar. Jafnframt er það tillaga forseta að á morgun, föstudaginn 11. apríl, fari fram sérstök umræða á Alþingi um skýrslu nefndarinnar.“

Undir þetta ritar forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson.