143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

staða hafrannsókna.

[13:46]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Hæstv. forseti. Ég vil fyrst og fremst þakka umræðuna, þakka málshefjanda og öðrum hv. þingmönnum fyrir spurningar og hæstv. ráðherra fyrir ræðu hans og svör. Þetta var mjög upplýsandi, fyrir mig að minnsta kosti. Ég vil fyrst og fremst taka undir það sem hér hefur verið sagt um mikilvægi þess að Hafrannsóknastofnun hafi burði til þess að sinna sínu hlutverki með sóma, það er náttúrlega forsenda fyrir þeim sjálfbæru og hagkvæmu veiðum sem við stundum.

Ég hlakka til að heyra það sem á eftir mér verður sagt af því að þessar umræður eru mikilvægar. Eins og ég sagði í byrjun er ég að fræðast heilmikið með því að taka þátt í þeim.