143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

skipulagslög.

512. mál
[15:48]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Frú forseti. Það er auðvitað meginmarkmiðið með þeirri breytingu, sem er kannski svona stærsta breytingin á skipulagslögunum, að þetta umhverfi verði skýrara. Hvort það svari því endanlega fyrir fullt og allt hvort það sé algjörlega tryggt að þessi réttur sé nægilega skýr annars vegar fyrir sveitarfélagið og hins vegar þá fyrir fasteignareigendur og almenning verður auðvitað að koma í ljós. En tilgangurinn með þessu var að skýra þennan rétt þannig að allir aðilar viti betur hvar þeir standa nákvæmlega og hvaða rétt þeir hafa. Það er auðvitað til þess að minnka líkur eða hættu á að menn þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum og mundi einfalda stjórnsýslu og ákvarðanatöku og flýta fyrir að menn finni lausnir sem séu ásættanlegar á hverjum tíma. Það er alla vega meginmarkmiðið að sá réttur sé eins skýr og hægt er. (Forseti hringir.) Í vinnunni hefur verið horft til Norðurlandanna og jafnvel til gamalla skipulagslaga á Íslandi.