143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

skipulagslög.

512. mál
[15:58]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvort hv. þingmaður misskildi eitthvað orð mín. Ég hef hvergi sagt að sveitarfélögin séu ekki nægilega burðug til að taka á þessu verkefni. Hér var fyrst og fremst vísað til þess að af reynslu laganna hafa komið upp ákveðnir annmarkar, m.a. tæknilegir, og þetta er einn þeirra. Það er verið að bregðast við því að erfitt er að sinna þessu innan sex vikna frestsins. Hvort þrír mánuðir sé óheyrilega langt, hvort tveir væru nóg eða tíu vikur, það er án efa eitthvað sem umhverfisnefndin mun fjalla um í vinnu sinni.