143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

skipulagslög.

512. mál
[16:02]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það sem ég er að tala um varðandi framkvæmdaleyfin er að ef búið er að heimila að byggja turn einhvers staðar og ekkert gerist í fimm eða sex ár og fólk áttar sig allt í einu á því að það á fara að byggja turninn er engin leið til að fresta því, eftir því sem mér skilst. Ég velti því fyrir mér: Ef fólk fer ekki í framkvæmdina hefur það þá leyfi til að fara í hana tíu árum síðar eða eitthvað svoleiðis, ef það gerir það ekki strax?

Síðan langar mig að spyrja í sambandi við miðhálendið. Ég skil það þannig að þarna sé eitthvert gat, ef það ætti að fara að byggja upp vegi þarna, gerir þetta ákvæði fólki það auðveldara almennt að gera athugasemdir við slíka vegi en það (Forseti hringir.) er miðað við lögin eins og þau eru í dag?