143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

tilkynning um skrifleg svör.

[19:23]
Horfa

Forseti (Þorsteinn Sæmundsson):

Borist hefur bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem óskað er frests til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 787, um ferðakostnað velferðarráðuneytisins, frá Steingrími J. Sigfússyni.

Jafnframt hafa borist tvö bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er frests til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 766, um greiðslu opinberra gjalda á starfssvæði Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf., frá Silju Dögg Gunnarsdóttur, og á þskj. 819, um land sem ríkið leigir sveitarfélögum, frá Páli Jóhanni Pálssyni.