143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

511. mál
[21:02]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Þetta er kannski ekki svo mikið andsvar heldur meðsvar. Ég vil taka undir með hv. þm. Svandísi Svavarsdóttur að það er mjög skrýtið og kemur okkur á óvart að ráðherra umhverfismála skuli mæla með því að þessi tillaga fari til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Það er mjög skringilegt svo ekki sé notað sterkara orð. Mig langar að spyrja þingmanninn hvort hún haldi að það sé með vilja gert, bara til að hleypa öllu upp í þessu máli eins og öðrum. Það er ýmislegt sem bendir til þess að ríkisstjórnin vilji gjarnan koma stjórnarandstöðunni í uppnám þótt henni hafi ekki tekist það alveg eins og hún hefði óskað sér, a.m.k. ef tekið er mið af því hvernig þau sýndu hvernig þau telja að eigi að reka stjórnarandstöðu, með hrópum og köllum. Þetta er aðallega til að lýsa yfir stuðningi við viðhorf hv. þm. Svandísar Svavarsdóttir til þess í hvaða nefnd þetta eigi að fara.