143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

511. mál
[21:30]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Eftir því sem mér skilst verða þessar mótvægisaðgerðir — er það kannski málið að það kemur ekki í ljós hver áhrifin af þeim eru fyrr en búið er að virkja? Getur maður skilið það þannig? Á þingmaðurinn við það að skoða þurfi þetta í allri ánni og tekur það þá langan tíma? Hefur hv. þingmaður einhverja hugmynd um hve umfangsmikið þetta yrði?

Mér finnst það nefnilega svolítill árangur að ekki sé lögð fram tillaga um tvær efri virkjanirnar, bara þá efstu. Hv. þingmaður getur kannski útskýrt eitthvað betur fyrir mér þær rannsóknir sem eru nauðsynlegar.