143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

511. mál
[21:47]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég er sammála hv. þm. Katrínu Jakobsdóttur um að þetta sé alls ekki skynsamleg ráðstöfun, en ég held líka að hún sé röng. Ég skil þetta ekki út af því að þetta er einmitt um breytingu á þingsályktun sem umhverfisnefnd fjallaði um og var afgreidd þar. Þá hlýtur sú hin sama nefnd að eiga að fjalla um breytingu á einhverju sem nefndin samþykkti. Annað er ekki rökrétt. Menn verða að passa sig á því að rýna ekki í lagatexta — við verðum að horfa á raunveruleikann eins og hann er. Hérna erum við með tillögu sem er um breytingu á þingsályktun sem umhverfisnefnd fjallaði um. Þess vegna hlýtur umhverfisnefnd að eiga að fjalla um þetta mál. Mér finnst ekki annað koma til greina.