143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

511. mál
[22:25]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég spurði áðan hvort hæstv. umhverfis- og auðlindaráðherra væri hér einhvers staðar og mundi þá láta svo lítið að koma í þingsalinn og upplýsa um áform sín í þessu máli að því er varðar framhaldið, til að mynda það hvort hann hyggist leggja til að forræði málsins verði flutt til innan Stjórnarráðsins. Mér finnst einhver fiskur liggja hér undir steini. Kannski lítur hæstv. ráðherra svo á að þetta sé ekki umhverfismál heldur fyrst og fremst laxveiðimál og heyri þess vegna undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Kannski er það bara það sem málið snýst um í huga hæstv. umhverfis-, auðlinda-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Ég kalla eftir því að hæstv. ráðherra komi í salinn, taki þátt í umræðunni og svari þeim álitamálum sem hér eru borin fram. Ég tel líka eðlilegt að umræðu um málið verði frestað á meðan.