143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

511. mál
[23:09]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég lýsi líka mikilli undrun á því að það eigi að vísa þessu máli inn í atvinnuveganefnd. Sem 1. varaformaður atvinnuveganefndar biðst ég eiginlega undan því að taka við þessu máli og lýsi því hér með yfir.

Það er ekki af einhverjum óeðlilegum hvötum sem ég geri það heldur finnst mér bara að fagnefndin eigi að taka þetta mál. Til hvers höfum við þessar fagnefndir? Til að fjalla um þau mál sem heyra sérstaklega undir þær. Auðvitað hefur skapast meiri sérþekking um þennan málaflokk hjá umhverfis- og samgöngunefnd sem er ekki til staðar í atvinnuveganefnd.

Ef við viljum halda því á lofti að vinna hér faglega hlýtur þetta að vera mál sem á heima í umhverfis- og samgöngunefnd — nema hæstv. ráðherra (Forseti hringir.) vilji fá einhver vinnubrögð sem honum finnst henta þessu máli sér til framdráttar.