143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

511. mál
[23:14]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þessi vinnubrögð eru svo sannarlega ekki boðleg. Það eru tvær ríkar ástæður fyrir forseta til að slíta þessum fundi. Í fyrsta lagi er það staðan í þinginu, það sem við þingmenn þurfum að gera. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir nefndarfund og umræðuna á morgun og klukkan er nú þegar langt gengin í miðnætti og við þurfum að mæta snemma á morgun.

Hitt er að það verður að sýna því skilning að hér er komin upp mikil tortryggni. Bara það að vísa eigi málinu í hv. atvinnuveganefnd en ekki í fagnefndina, sem eðlilegt væri að gera og fyrri rammaáætlunarþingsályktunartillögur hafa farið í, skapar þessa tortryggni og þann vinnuanda sem forseti ætti að hafa áhyggjur af. Hann þarf að slíta þessum fundi til að finna út úr málinu.