143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

511. mál
[23:20]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill eingöngu árétta það sem fram kom í máli hans áðan, hann telur að tillaga um að vísa þessu tiltekna máli til atvinnuveganefndar sé samrýmanlegt ákvæðum þingskapa og hefur flutt fyrir því rök. Hins vegar er ljóst að um þetta standa deilur, rétt eins og deilur stóðu um það á sínum tíma þegar var verið að ræða rammaáætlunina sjálfa hvert ætti að vísa henni. Þá réð því einfaldlega afl atkvæða.

Í nefndaráliti sem forseti vék að áðan er sérstaklega bent á það sem leið til að leysa úr deilum um þessi mál þegar þær koma upp.

Að öðru leyti vill forseti taka fram að það var ætlun hans, og hann taldi allar forsendur fyrir því, að þeirri umræðu sem núna stendur yfir um þessa þingsályktunartillögu gæti lokið í kvöld.