143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

511. mál
[23:54]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vísa aftur til orða minna fyrr í kvöld undir þessum sama dagskrárlið um fundarstjórn forseta: Ég vil eindregið hvetja forseta til að endurskoða þessa ákvörðun og jafnframt að hlusta á ákall, held ég að ég leyfi mér að segja, þingflokksformanna stjórnarandstöðuflokkanna um að ræða aftur og fara ítarlegar ofan í það samkomulag sem er undir varðandi fundinn á morgun. Það hefur því miður komið upp töluverð tortryggni í sambandi við það hvert á að vísa því máli sem við ræðum hér. Það þarf að leysa þann ágreining og ég held að virðulegur forseti hafi klárlega það mikla þingreynslu og mikla visku til að bera að honum sé ljóst að sá ágreiningur verður ekki leystur úr ræðustól Alþingis.