143. löggjafarþing — 96. fundur,  11. apr. 2014.

tilkynning um skrifleg svör.

[12:01]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hefur bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem óskað er frests til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 789, um ferðakostnað ráðuneytisins, frá Steingrími J. Sigfússyni.

Enn fremur hefur borist bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er frests til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 799, um kostnað vegna ráðgjafarþjónustu, frá Svandísi Svavarsdóttur.

Loks hefur borist bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er frests til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 892, um framkvæmd á úrskurðum kjararáðs vegna laga nr. 87/2009, frá Vilhjálmi Bjarnasyni.