143. löggjafarþing — 97. fundur,  28. apr. 2014.

málefni hælisleitanda.

[15:43]
Horfa

innanríkisráðherra (Hanna Birna Kristjánsdóttir) (S):

Virðulegur forseti. Eins og þingheimur þekkir er það hlutverk innanríkisráðuneytisins að svara og taka afstöðu til umsókna af þessu tagi. Þetta verkefni er tengist þessum hælisleitanda, og þess vegna er samstarfið við Rauða krossinn og við Félagsþjónustuna með þessum hætti, er annars eðlis en hefðbundið hlutverk innanríkisráðuneytisins svo að það sé á hreinu. Þessi samskipti hafa verið undanfarið og það er í ljósi aðstæðna þessa einstaklings sem hafa verið í fréttum undanfarna daga.

Ég geri ekki lítið úr máli þessa einstaklings, það er grafalvarlegt og ég vona innilega að á því finnist lausn, við höfum auðvitað öll áhyggjur af því. Þegar hins vegar berast, eins og þingheimur þekkir, ítrekaðar áskoranir og beiðnir til ráðherra um að blanda sér í einstaklingsmál verðum við að átta okkur á því að það er ekki sú ósk eða sú vinnuregla sem löggjafinn hefur falið ráðherra. Löggjafinn felur ráðherra að móta hina almennu stefnu, halda utan um verkferlana almennt en ekki að blanda sér í einstaklingsmál eða (Forseti hringir.) hlutast til um einstaklingsmál. Beiðnirnar sem oft koma eru þess eðlis.

Um leið og ég tel að við eigum að auka skilning á þessum málum, auka umburðarlyndið og taka eins faglega og við mögulega getum á verkefnunum, (Forseti hringir.) þá vil ég benda á að það er mjög erfið staða fyrir ráðherra í svona málaflokki þegar krafan er um það að innkoma verði í ákveðið mál, (Forseti hringir.) vegna þess að það verður að vera til almenn regla en ekki sértæk.