143. löggjafarþing — 97. fundur,  28. apr. 2014.

húsakostur Landspítalans.

394. mál
[16:42]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég held að bygging Landspítalans og það verkefni sem er kallað Spítalinn okkar sé eitt af því veigamesta sem liggur fyrir í ríkisfjármálunum. Það gleður mig sannarlega að heyra að hæstv. ráðherra virðist vera að ganga áfram með þetta mál. Það skiptir máli og þetta snýst ekki bara um að hlutirnir séu vondir í dag. Það tekur langan tíma að byggja svona hús. Það er alveg ljóst að við erum öll að eldast og eftir því sem við eldumst vilja fleiri okkar skipta t.d. um liði þannig að þetta snýst ekki bara um hina alvarlegu sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma eða krabbamein. Þetta snýst líka um að halda okkur, þeirri kynslóð sem er að eldast (Forseti hringir.) óðfluga, gangandi við góð (Forseti hringir.) lífsskilyrði fram í tímann.