143. löggjafarþing — 99. fundur,  29. apr. 2014.

veiðigjöld.

568. mál
[15:28]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Virðisaukaskatturinn er lagður á til að afla ríkinu tekna yfirleitt. Stundum er hann notaður til að stýra hegðun fólks, neyslu. Ég er ekki hrifinn af því og ég og fleiri teljum að hann sé kominn yfir þau mörk sem gefa ríkissjóði hámarkstekjur þannig að hann sé farinn að skaða atvinnulífið. En það sem við erum að ræða hér er sjávarútvegskerfið og þar hafa menn ákveðið af einhverjum ástæðum, líka í mínum flokki, að fara inn í skipulag og stjórnun ofan frá og markaður kemur eiginlega mjög lítið nálægt því kerfi, hvorki varðandi aflaheimildir né verð á erlendum fisktegundum o.s.frv. Menn kvarta undan því að fiskur sé ekki á markaði þannig að allt þetta kerfi ber ansi mikinn keim af því kerfi sem var í Sovétríkjunum forðum.