143. löggjafarþing — 99. fundur,  29. apr. 2014.

veiðigjöld.

568. mál
[17:44]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Aðeins varðandi það, sem kom fram í ræðu hv. þingmanns, að kjósendur Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefðu verið sviknir eftir síðustu kosningar. Það mátti skilja það á hennar ræðu.

Við svikum ekki kjósendur okkar. Við fórum ekkert í grafgötur með það í kosningabaráttunni og í okkar stefnuskrá að veiðigjöldin þyrftu að lækka, þ.e. að þau mundu ekki hækka eftir hugmyndum fyrri ríkisstjórnar. Við svikum ekki okkar kjósendur, það er alveg á hreinu.

Þessi framsalsleið, sem er alveg ágæt og hefur getið af sér einhvern arðbærasta sjávarútveg sem er til í þeim löndum sem við berum okkur saman við, er auðvitað ákveðin markaðsleið. Hv. þingmaður kom inn á það hér áðan að aflaheimildir kostuðu 2.200 kr. á markaði í dag. Það eru ekki nema svona fjórir mánuðir síðan þær voru á 1.700 kr. (Forseti hringir.) Af hverju eru þær komnar upp í 2.200 kr. í dag sem er svona nærri lagi, hv. þingmaður? Það er einmitt vegna þess að markaðurinn gerir ráð fyrir því að aflaheimildir muni auka á næsta fiskveiðiári og þess vegna þarf að borga hærra verð fyrir þær. Markaðurinn ræður.(Forseti hringir.) Leiguverð á markaði á þorski fyrir þremur árum 280 kr. kílóið og það eru 170 kr. ...