143. löggjafarþing — 99. fundur,  29. apr. 2014.

veiðigjöld.

568. mál
[17:45]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Eðlilega, það verð sem ræðst af markaði breytist eftir væntingum og hverjar aðstæður eru. Þarna er líka rétt að taka fram að þessar heimildir er verið að selja, þarna er verið að selja aðgang að sérleyfum þjóðarinnar á auðlindum þjóðarinnar til einka … (JónG: Þetta er framsalsleiðin sem þú komst á. Eða þið komuð á. Þið lögðuð leikreglurnar.) (Gripið fram í: Sigríður Ingibjörg var ekki fædd 1990.) Nei, ég fæddist 1993. (Gripið fram í.) Það er mikilvægt að hafa í huga hvaða hugtök, það er hægt að segja: Já, það er markaður af því að það er verið að höndla með góss sem þú átt ekki en hefur persónulegan gróða af. Hér erum við að tala um markaðslausn þar sem almenningur á Íslandi nýtur arðs af þeirri auðlind sem við eigum sameiginlega (Forseti hringir.) og höfum lýst yfir í þjóðaratkvæðagreiðslu, 83% kjósenda, að við viljum að sé okkar eign samkvæmt stjórnarskrá.