143. löggjafarþing — 101. fundur,  30. apr. 2014.

lokun fiskvinnslunnar Vísis á Húsavík og Djúpavogi.

[15:22]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Já, við þurfum að hafa samráð um það. Við höfum tekið ákvarðanir á Alþingi sem hafa mjög alvarleg áhrif á þessum stöðum.

Ég segi að við getum ekki beðið lengur, það er bara ekki hægt. Þess vegna verða stjórnvöld að sýna strax hvað við ætlum að hafa í boði. Þarna snýst þetta um fisk og kvóta. Við eigum að segja það skýrt núna að 1. september á nýju kvótaári tökum við frá 2–4 þús. tonn af nýrri úthlutun í þorskafla og setjum í þessar samfélagslegu aðgerðir sem þarf að gera þar sem handhafar kvótans í dag sem axla ekki þá samfélagslegu ábyrgð fyrir að hafa kvótann að láni frá þjóðinni að halda áfram á þessum stöðum heldur tilkynna þetta á fimm mínútna fundi, birta fréttatilkynningu næst á eftir og boða þessa hreppaflutninga í framhaldi af því. Það er ótrúleg ósvífni, að mínu mati.

Ég hvet hæstv. forsætisráðherra til að boða þessar aðgerðir sem fyrst og segja hvað við ætlum að gera og hvað komi í staðinn. Þá er ég viss um (Forseti hringir.) að hægt er að snúa þessari vörn í sókn á ný.