143. löggjafarþing — 101. fundur,  30. apr. 2014.

Seðlabanki Íslands.

524. mál
[16:52]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þessa framsögu. Um margt birtast góð markmið í þessu frumvarpi. Í því fjárlagafrumvarpi sem var samþykkt fyrir jól var gert ráð fyrir framlagi í ríkissjóð úr Seðlabankanum út frá þessari lækkuðu stöðu þeim megin, þ.e. skuldabréf sinnum 10 milljarðar. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra svo ég skilji: Þýða þessir 26 milljarðar að þarna bætast við 16 milljarðar? Eru þessir 10 milljarðar sem var gert ráð fyrir í fjárlögum inn í ríkissjóð hluti af þessum 26 milljörðum, bætast við hina 16? Þetta er þá nánast eins og einskiptisframlag, eins og ég skil þetta, þetta eru ekki rekstrartekjur, og er þá hugsunin sú að þessir fjármunir verði allir nýttir til að lækka skuldastöðu ríkissjóðs?